Skátar bjóða öllum fjölskyldum í útilegu

Helgina 10. – 12. júní verður frítt fyrir allar fjölskyldur að gista á tjaldsvæðinu við Úlfljótsvatn. Einnig verður boðið verður upp á margvíslega fría dagskrá á staðnum, eins og klifur, hoppukastala, báta, bogfimi og hópleiki fyrir alla fjölskylduna.

Hægt verður að fá lánaða frisbí-golf diska og mini-golf kylfur án endurgjalds. Einnig verður veiðikeppni í gangi yfir helgina og vegleg verðlaun í boði.

Það er Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni sem rekur tjaldsvæðið og stendur að baki útileguhelgarinnar. Tjaldsvæðið hefur verið opið almenningi í sextán ár og lögð er áhersla á að bjóða aðstöðu og þjónustu fyrir fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum.

Markmið útileguhelgarinnar er að koma fjölskyldum af stað út í sumarið og hvetja til jákvæðrar samveru og eru allar fjölskyldur velkomnar á meðan pláss leyfir.

Dagskrá helgarinnar:

Föstudagur
20.30 Varðeldur

Laugardagur
10.30 Nýr fótboltagolfvöllur opnaður
11.00 Bátar og bogfimi
12.30 Ganga frá tjaldsvæði á sýningu í Ljósafossstöð og endað í Fræðasetri skáta
13.00 Klifur og Gaga-bolti
14.30 Starfsfólk stýrir hópleikjum
16.15 Klifur og bogfimi
20.00 Varðeldur

Sunnudagur
11.00 Bátar og leikir

Útileguhelgi fjölskyldunnar á Facebook