Skarst á hendi við Frón

Að sögn Þorgríms Óla Sigurðarsonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, voru jólin að mestu leyti þægileg hjá lögreglunni á Selfossi og fór skemmtanahald vel fram.

Maður skarst á hendi eftir fall við skemmtistaðinn Frón á Selfossi aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var mjög ölvaður og vissi ekki hvernig fallið bar að en vitni töldu að honum hafi verið hrint.

Sjúkralið kom á staðinn og flutti manninn á heilsugæslustöðina á Selfossi þar sem gert var að sárum hans.