Skar hákarl á bryggjunni

Ásgeir Guðmundsson var að skera hákarl í blíðviðrinu á bryggjunni í Þorlákshöfn í gær. Honum áskotnuðust þrír hákarlar frá lúðuveiðibát sem fékk þá út af Reykjanesi.

Sá stærsti var um 7 metrar, sem Ásgeir segir vera helst til stóran til að verkast vel, en hann ætlar samt að láta á það reyna.

Veðráttan hér sunnanlands er ekki nógu heppileg til hákarlaverkunar og því fer hann með þá vestur í Bjarnarhöfn og verkar þá þar.

Fyrri greinMikið tekjutap vegna snjóa
Næsta greinHamar úr leik í bikarnum