Skandia festist í sandinum

Lóðsinn í Vestmannaeyjum kom sanddæluskipinu Skandia til aðstoðar síðdegis, en skipið hafði fest sig í Landeyjahöfn.

Mbl.is greinir frá þessu en vel gekk að draga skipið á flot.

Skandia var nýbúið að fylla sig af sandi þegar skipið festist. Skipstjórinn þorði ekki að beita skrúfu skipsins vegna þess hvað skipið var nálægt grjótgarðinum.

Vel hefur gengið að dæla upp sandi í dag, enda er loksins komið gott sjóveður. Stefnt er að því að skipið vinni að dælingu í nótt.