Skallaði lögreglumann

Erill var hjá lögreglunni á Selfossi í nótt en gæslumenn á fjölskylduhátíðinni Kótelettunni þurftu nokkrum sinnum aðstoð vegna slagsmála og óspekta.

Einn var handtekinn á hátíðinni við Hvítahúsið undir morgun eftir slagsmál. Hann var færður á lögreglustöðina þar sem hann skallaði lögreglumann. Maðurinn gistir nú fangageymslur og lítur lögreglan málið alvarlegum augum.

Einn var tekinn grunaður um ölvun við akstur á Selfossi um fimm leytið í nótt. Þá varð umferðaróhapp við Flúðir í morgun. Betur fór en á horfðist en þrír voru í bílnum og sluppu án teljandi meiðsla.

Þá féll maður í heitan pott við sumarhús í Biskupstungum. Maðurinn hlaut höfuðmeiðsl og var færður undir læknishendur.

Fyrri greinListamannaspjall með Maju í dag
Næsta greinHlynur í topp tíu