Skallaði dyravörð í andlitið

Karlmaður réðist á dyraverði á skemmtistaðnum Hvíta húsinu aðfaranótt sunnudags og skallaði einn þeirra í andlitið.

Aðdragandi árásarinnar var með þeim hætti að karlmaðurinn lenti í átökum inni á veitingastaðnum.

Dyraverðir skökkuðu leikinn og eitthvað mislíkaði manninum það og stangaði hann í andlitið. Árásarmaðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð.

Málið er í rannsókn en dyravörðurinn hlaut minni háttar meiðsli á andliti.