Skálaði í Coke við eigandann

Félag kvenna í atvinnurekstri fór í árlega haustferð til Barcelona í lok september og þar hitti Ingunn Guðmundsdóttir, í Pylsuvagninum á Selfossi, meðal annars Mario Rotllant Sola, eiganda Coca-Cola á Spáni og í Evrópu.

Það fór vel á með þeim og eftir að hafa heyrt sögu Ingunnar var Mario ekki lengi að biðja þjóninn um að ná í Coke og skála við hana í hinum eina sanna drykk. Ingunn hefur selt Coca-Cola í Pylsuvagninum í 31 ár.

Mario, sem meðal annars er stjórnarformaður Vífilfells, er mikill Íslandsvinur og hefur margoft komið hingað til lands, meðal annars til að veiða í Rangánum.

Sagt var frá þessu á Facebooksíðu FKA

Fyrri greinVarað við vatnavöxtum við Tungnaá
Næsta greinLeikfélag Selfoss æfir Bangsímon