Skákinni gerð góð skil

Í Grunnskólanum í Hveragerði hefur verið unnið ötullega að því að kynna nemendum fyrir skákíþróttinni. Hjörvar Steinn Grétarsson, yngsti stórmeistari Íslands í skák, heimsótti skólann nýverið.

Hann tefldi fjöltefli við nemendur skólans og leiðbeindi þeim um leið. Athygli vakti hversu einbeittir nemendur voru og hvað þeir lögðu sig fram við að koma stórmeistarnum Hjörvari í vandræði. Það má ætla að vel yfir 60 nemendur hafi reynt sig við taflborðið þennan dag.

Í skólanum hafa verið vikulegir skáktímar hjá nemendum í 5. – 7. bekk auk þess hafa verið stuttar kynningar fyrir aðra nemendur skólans. Skákval er einnig í boði á elsta stigi.

Nemendur hafa sýnt skákinni mikinn áhuga enda hefur verið unnið ötullega að því að vekja áhuga þeirra á skákiðkun.

Fyrri grein„Stóra buffmálið“ leyst með lopahúfu
Næsta greinSilfurskart Þórdísar í bókasafninu