Skaftfellingar úr leik

Undanúrslit í spurningakeppni átthagafélaganna fóru fram í gærkvöldi. Skaftfellingar eru úr leik eftir tap gegn Breiðfirðingum

Úrslit urðu þau að Breiðfirðingafélagið vann Skaftfellingafélagið 19 – 16 og Norðfirðingafélagið vann Dýrfirðingafélagið 20 -16.

Það verða því Breiðfirðingar og Norðfirðingar sem keppa til úrslita 24. apríl.

Fyrri greinAgnes sigraði í upplestrarkeppninni
Næsta greinRáðist í lagfæringar á íþróttahúsinu á Stokkseyri