Skaftfellingar keppa í kvöld

Undanúrslit í spurningakeppni átthagafélaganna fer fram í Breiðfirðingabúð í Reykjavík í kvöld. Lið Skaftfellinga mætir Breiðfirðingafélaginu í undanúrslitum.

Keppni hefst kl. 20 og er aðgangseyrir 500 krónur.

Í hinni viðureigninni mætir Norðfirðingafélagið Dýrfirðingafélaginu.

Í liði Skaftfellinga eru þeir Fjalar Hauksson frá Kirkjubæjarklaustri, Salómon Jónsson frá Ketilsstöðum í Mýrdal, og Þórhallur Axelsson frá Hornafirði.

Þetta er keppni sem enginn getur látið fram hjá sér fara en Skaftfellingar reikna með að sigurganga sinna manna haldi áfram með hvatningu Skaftfellinga.

Fyrri greinHöfðingleg gjöf úr Ólafssjóði
Næsta greinFlot á undarlegum stað