Skaftárhreppur sparar með varmadælum

„Við greiðum 1,3 milljónir á mánuði í rafmagn,“ segir Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, „og erum því að leita allra leiða við sparnað.“

Skaftárhreppur vinnur nú að því að setja upp varmadælur í félagsheimilum sveitarfélagsins, Tunguseli í Skaftártungu og Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Til þessa hefur verið kynt upp í Tunguseli með rafmagni en olíu á Kirkjuhvoli.

„Kostnaður við að setja upp varmadælurnar verður sennilega ein og hálf til tvær milljónir,“ segir Eygló en sveitarfélagið hefur líka sótt um styrk til verkefnisins til Orkustofnunar.

Fyrri greinFerðareglur rjúpnaskyttunnar
Næsta greinBaldur gaf leikborð á HSu