Skaftárhreppur skoðar svæði fyrir skógrækt og landgræðslu

Kirkjubæjarklaustur. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur óskað eftir því að komið verði á fót samráðshóp Skaftárhrepps, Skógræktar og Land­græðsl­unn­ar til að skoða tillögur að svæðum í Skaftárhreppi sem koma til greina fyrir skógrækt eða land­græðslu­að­gerð­ir.

Í bókun hreppsnefndar segir að verkefnið geti haft í för með sér fjölþættan ávinning með tilliti til lofts­lags­mála, líffræðilegrar fjöl­breytni, aukins þols gagnvart náttúruvá og aukinna möguleika í atvinnumálum.

Jón Hrafn Karlsson og Jóna Björk Jónsdóttir hafa verið tilnefnd sem fulltrúa sveitarfélagsins í samráðshópinn.

Fyrri greinHellisheiðin: Opið
Næsta greinBikar til Flóaskóla í fyrsta sinn