Skaftafellsstofa stækkuð

Í byrjun október hófust framkvæmdir við stækkun gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli. Salurinn sem hýsti veitingasöluna var rifinn og steypt ný gólfplata til austurs, en platan er um 200 fermetrar.

Gamli salurinn var um 100 fermetrar og því nemur öll viðbyggingin um 300 fermetrum.

Verkinu miðar vel áfram og nú eru smiðir frá RR Tréverk á Kirkjubæjarklaustri byrjaðir að slá upp fyrir útveggjum.

Það eru þó mörg handtök framundan því að í lokin verður endurnýjað þakið á allri byggingunni.

Fyrri greinHSK sigraði í öllum fjórum flokkunum
Næsta greinHamar 2 og Dímon-Hekla 1 hraðmótsmeistarar