Skafrenningur á Hellisheiði

Hálkublettir og skafrenningur er á Hellisheiði en hálkublettir í Þrengslum. Þungfært og skafrenningur er á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði.

UPPFÆRT KL. 18:11: Annars er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum vegum á Suðurlandi, þó síst á Hringveginum.

Skrifað kl. 15:44: Á Hellisheiði og í Þrengslum er versnandi veður. Frá hádegi og fram undir kl. 18-19 er reiknað með 15-18 m/s, hríðarveðri og skafrenningi. Einnig á Mosfellsheiði og á Lyngdalsheiði. Skil koma úr suðvestri og með þeim hlýnar lítillega. Á láglendi hlánar og þar verður slydda eða rigning en ofan um 150-200 m verður hríðarveður suðvestan- og vestanlands.

Fyrri greinBraut vopnalög með rafbyssu-vasaljósi
Næsta greinVarað við mikilli úrkomu og asahláku