Skaði kominn í verslanir

Nýr bjór frá Ölvisholti Brugghúsi í Flóahreppi var settur í sölu í dag. Bjórinn heitir Skaði – Farmhouse Ale og sækir innblástur sinn í franskan og belgískan stíl.

Gerið sem notað er í bruggunina er franskt en hluti af malti í þessum bjór er rúgur sem skilar kryddkarakter og silkimjúkri áferð í munni, segir á Facebooksíðu Ölvisholts.

Skaði er einnig kryddaður með hvannarfræjum sem bruggarar Ölvisholts söfnuðu á sumardegi í júlí.

Skaði er 7,5% af styrkleika og verður aðeins seldur út október.

Fyrri greinBannaðar bækur í Hveragerði
Næsta greinSunnlendingar í áströlskum ferðaþætti