Sjúkraflutninganemar í verklegu námi

Sjúkraflutningamenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafa séð um verklega kennslu á grunnnámskeiði í sjúkraflutningaskólanum sem lýkur í næstu viku.

Kennslan hefur farið fram í fyrirlestrasal Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á selfossi en í kvöld var verkleg æfing í samvinnu við Brunavarnir Árnesinga þar sem sviðsett var umferðarslys og bjarga þurfti sex slösuðum úr tviemur bílum.

Verklegi hlutinn á Selfossi er fjarnámskeið frá sjúkraflutningaskólanum á Akureyri þar sem nemendur hlýða á fyrirlestra á netinu í gegnum fjarfundabúnað. Verklegar lotur fara svo fram þrisvar sinnum á meðan námskeið stendur.

Markmið námskeiðsins er að gera nemendur færa um að meta ástand mikið veikra og slasaðra sjúklinga, taka ákvörðun um og beita allri nauðsynlegri og viðeigandi bráðameðferð.

Í verklegri kennslu fá nemendur meðal annars þjálfun í öndunarhjálp, endurlífgun, skoðun og mat, almenna flutningstækni, skráningu og skýrslugerð, fæðingarhjálp, meðhöndlun sára og áverka svo eitthvað sé nefnt.

Nemendur koma af öllu landinu, þó meirihluti þátttakanda séu Sunnlendingar.

Fyrri greinSelfoss lagði Íslandsmeistarana
Næsta greinSérstök tilboð fyrir stéttarfélög og eldri borgara