Sjúkraflutningamönnum fækkar ekki

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur hætt við að fækka sjúkraflutningamönnum. Til stóð að segja upp fjórum starfsmönnum þann 1. apríl sl. og láta duga að hafa tvo í stað fjögurra á hverri næturvakt.

Ármann Höskuldsson, yfirmaður sjúkraflutninga, segir að tekist hafi að verja störf innan HSu með öðrum hagræðingaraðgerðum, svo sem breytingu á vinnufyrirkomulagi og verksviði starfsmanna.

Fyrri greinTvennt fannst látið að Fjallabaki
Næsta greinÍris: Þetta er afrek fyrir félagið