Sjúkrabíl fylgt um Þrengslin

Björgunarsveitir sem voru við störf í gærkvöldi voru flestar að fram eftir nóttu. Björgunarsveitir fyrir austan fjall sinntu áfram lokunarpóstum við Hellisheiði og Þrengsli og um klukkan fjögur var sjúkrabíl fylgt um Þrengslin til Reykjavíkur

Þrengsl­in voru orðin fær um klukk­an hálf sjö en Hell­is­heiði er enn lokuð. Lög­regl­an á Sel­fossi biður öku­menn að virða lok­an­ir og fylgj­ast með á vef Vega­gerðar­inn­ar áður en lagt er af stað. Víða um land er nú ófært á fjall­veg­um en unnið að mokstri.

Fyrri greinFjörutíu milljónir til hafnarinnar
Næsta greinHefja byggingu þekkingarseturs á næsta ári