Sjúklingar fluttir frá Reykjavík á Selfoss

Flytja á sjúklinga af Landspítalanum á sjúkrahúsið á Selfossi til að létta álaginu af Landspítalanum. Tugum aðgerða hefur verið frestað á Landspítalanum í dag vegna álags, en sjúkrahúsið er yfirfullt.

Sjúklingar verða einnig fluttir á heilbrigðisstofnanirnar á Akranesi og Suðurnesjum. „Þetta verður að gerast fljótlega,“ segir Björn Zoëga forstjóri Landspítalans í viðtali við Morgunblaðið.

Björn segir að líklega fari tveir sjúklingar á hverja af þessum þremur heilbrigðisstofnunum, sex í heildina og að þar hafi verið tekið vel í þessa ráðstöfun. „Við höfum verið í sambandi við þær daglega til að upplýsa um ástandið og undirbúa þau fyrir þetta,“ segir Björn og segir bæði mannskap og aðstöðu til að taka á móti sjúklingunum.

Morgunblaðið greindi frá þessu

Fyrri greinVilborg Arna lent á Íslandi
Næsta greinTungnamenn safna heiðursáskriftum