Sjóvá opnar á Hellu

Sjóvá hefur opnað umboð á Hellu en umboðsmaður á svæðinu er Birgir Skaptason.

Að sögn Birgis hefur hann fundið fyrir mjög jákvæðum viðbrögðum við aukinni þjónustu Sjóvá á svæðinu og hlakkar hann til þess að takast á við verkefnið.

Skrifstofan er á Suðurlandsvegi 3 og þar mun Birgir sjá um þjónustu og ráðgjöf fyrir Sjóvá í Rangárvallasýslu allri.

Opið er í umboðinu alla virka daga frá klukkan 13 til 17.