Sjónarmunur á tilboðum í Gaulverjabæjarveg

Gaulverjabæjarvegur. Þessi óslétti kafli verður reyndar ekki lagfærður í sumar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Aðeins munaði rúmum 0,3 prósentum á þeim tveimur tilboðum sem bárust í endurbætur á Gaulverjabæjarvegi sem Vegagerðin bauð út á dögunum.

Þjótandi ehf á Hellu átti lægra tilboðið tæpar 156,6 milljónir króna. Tilboð Vörubílstjórafélagsins Mjölnis á Selfossi var aðeins 543 þúsund krónum hærra, rúmar 157,1 milljónir króna. Bæði tilboðin voru rétt yfir áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar sem er 154,3 milljónir króna.

Um er að ræða endurbyggingu á 6 kílómetra kafla frá Hróarsholtslæk að Birkilandi, rétt norðan við Félagslund.

Verkinu á að vera lokið þann 1. september næstkomandi.

Fyrri greinÆgir skoraði 15 mörk í bikarnum
Næsta greinFramtíðin er í Flóahreppi