Sjómannadagurinn á Stokkseyri

Björgunarfélag Árborgar sér um dagskrá sjómannadagsins á Stokkseyri og er þar eitthvað að finna fyrir alla fjölskylduna.

Kl. 11 er hátíðarguðsþjónusta í Stokkseyrarkirkju og að henni lokinni verður lagður blómsveigur að minnisvarða um drukknaða sjómenn.

Kl. 13:30 hefst skemmtidagskrá á íþróttavellinum þar sem m.a. verður keppt í kassaklifri, stígvélaþeytu, reiptogi og hjólböruratleik. Við höfnina verður koddaslagur og boðið upp á skemmtisiglingu.

Sjómannadagskaffi verður í íþróttahúsinu kl. 15:00.

Styrktaraðilar hátíðarinnar á Stokkseyri eru Pylsuvagninn og Verkalýðsfélagið Báran.

Fyrri greinMikilvæg stig á Húsavík
Næsta greinSjókonur, ratleikur og nikkan hans Óla