Sjógangur og sandfok við Vík

Nú er sjávarlón frá nýja Kötlugarðinum suður af Víkurkletti vestur að elsta garðinum skammt austan við þorpið. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Sjór hefur gengið á land austan við Vík í Mýrdal í nótt. Er nú sjávarlón frá nýja Kötlugarðinum suður af Víkurkletti vestur að elsta garðinum skammt austan við þorpið.

Vatnið hefur lónað upp á þjóðveginn vestan við nýja Kötlugarðinn en ekki runnið yfir hann. Heyrúllur sem voru á svæðinu hafa flotið upp að vegi.

Í óveðrinu í gær fauk einnig mikið af sandi vestast úr fjörunni yfir Víkurþorp, svo að þar er allt svart af sandi vestantil og sandskaflar á götum.

sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson
Fyrri greinHeiðin og Þrengslin lokuð
Næsta grein„Hér er allt í sandi“