Sjö vilja stýra Litla-Hrauni og Sogni

Sjö umsækjendur eru um stöðu forstöðumanns fangelsanna á Litla Hrauni og Sogni sem nýlega var auglýst laus til umsóknar eftir að Margrét Frímannsdóttir sagði upp störfum.

Umsækjendurnir eru Ari Björn Thorarensen, Arnar Þór Arnarsson, Arndís Soffía Sigurðardóttir, Bergdís Hólm Davíðsdóttir, Halldór Valur Pálsson, Haukur Örn Jónsson og Sigurjón Halldór Birgisson.

Ráðið verður í stöðuna frá 1. febrúar næstkomandi en Tryggvi Ágústsson, fangavörður, gegnir stöðunni fram að þeim tíma.

Fyrri greinKanalausir Hvergerðingar töpuðu
Næsta greinKristín Þórðar: Samstaða um sterka heilsugæslu