Sjö sækja um starf slökkviliðsstjóra

Sjö umsækjendur eru um starf slökkviliðstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu en umsóknarfrestur rann út þann 6. desember sl.

Ráðningarstofan Hagvangur sér um umsóknarferlið en væntanlegur slökkviliðsstjóri mun taka við starfinu af Kristjáni Einarssyni, sem var sagt upp fyrr í vetur.

Umsækjendurnir eru:

Birgir Júlíus Sigursteinsson, slökkviliðsmaður BÁ, Selfossi

Gísli Þór Briem, slökkviliðsmaður SF, Reyðarfirði

Lárus Petersen, varðstjóri SHS, Reykjavík

Pétur Pétursson, varaslökkviliðsstjóri BÁ, Hveragerði

Þorbjörn Guðrúnarson, fyrrverandi slökkviliðsstjóri SA, Blönduósi

Þórður Bogason, varðstjóri SHS, Reykjavík

Ægir Sævarsson, slökkviliðsmaður BÁ, Árborg

Fyrri greinHættustigi aflýst
Næsta greinLjóð, hrekkir og glæpir