Sjö sækja um starf félagsmálastjóra

Sjö umsækjendur eru um stöðu félagsmálastjóra á þjónustusvæði sjö sveitarfélaga í Árnessýslu, sem var nýlega auglýst laus til umsóknar.

Öll sveitarfélögin í Árnessýslu utan Árborgar hafa sameinast um yfirstjórn félagsþjónustu og verður ráðinn einn sameiginlegur félagsmálastjóri.

Umsækjendurnir eru Arna Ír Gunnarsdóttir, Anný Ingimarsdóttir, Freydís Jóna Freysteinsdóttir, Hannes Jónas Eðvarðsson, María Kristjánsdóttir, Nanna Mjöll Atladóttir og Svana Rún Símonardóttir.