Sjö fluttir með þyrlum á slysadeild

Frá vettvangi slyssins í dag. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Farþegar sem slösuðust í umferðarslysi er rúta valt á Rangárvallavegi við Stokkalæk síðdegis í dag hafa verið fluttir af vettvangi. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi.

Í rútunni voru 26 farþegar, auk ökumanns, en bíllinn valt útaf veginum. Aðrir slasaðir fluttir á Landspítalann, heilsugæsluna á Hellu og Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi til aðhlynningar.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi hefur verið opnað söfnunarsvæði aðstandenda í húsnæði Árnesingadeildar Rauða krossins að Eyravegi 23 á Selfossi. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að þar getiaðstandendur safnast saman á meðan beðið er eftir upplýsingum um afdrif ástvina sem í slysinu lentu. Einnig er svarað í síma 1717.

Fyrri greinFyrri og seinni eins og svart og hvítt
Næsta greinFlóaskóli sigraði í Skólahreysti