Sjö með fíkniefni í fórum sínum

Lögreglan að störfum. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði fjölmarga ökumenn um helgina og kannaði ástand þeirra og réttindi. Í dagbók lögreglunnar segir að jákvætt hafi verið hversu vel menn voru með á nótunum almennt og tilbúnir í umferðina.

Sumir voru reyndar meira tilbúnir en aðrir og kærði lögreglan 114 ökumenn fyrir hraðakstur. Af þeim voru 8 á vegarkafla innanbæjar, ýmist á Selfossi, Hellu eða Höfn þar sem leyfður hraði er 50 km/klst.  Aðrir voru á 90 km vegi og á hraða allt upp í 138 km/klst.

Fjórir ökumenn eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis á tímabilinu og aðrir fjórir eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Níu ökumenn reyndust á ökuréttinda við akstur bifreiða sinna. Af þeim höfðu fimm verið sviptir ökuréttindum vegna fyrri brota en hinir höfðu aldrei öðlast réttindi eða þau runnið út fyrir löngu síðan.

Fíkniefnahundur var einnig á ferðinni til aðstoðar lögreglunni á Suðurlandi um helgina. Farið var um tjaldsvæði og komu upp sjö mál þar sem einstaklingar reyndust með fíkniefni í fórum sínum.