Sjö manns sagt upp á Þingvöllum

Á Þingvöllum. Mynd úr safni.

Sjö fa­stráðnum starfs­mönn­um Þjóðgarðsins á Þing­völl­um í þjón­ustumiðstöðinni á Leir­um og í versl­un­inni í gesta­stof­unni á Hak­inu hef­ur verið sagt upp störf­um.

Þetta er vegna end­ur­skipu­lagn­ing­ar, en al­gjört stopp á gesta­kom­um síðustu mánuði vegna kór­ónu­veirunn­ar hef­ur gjör­breytt aðstæðum í rekstri þjóðgarðsins.

„Þess­ar upp­sagn­ir eru erfiðar aðgerðir en óumflýj­an­leg­ar,“ sagði Ein­ar Á.E. Sæ­mundsen þjóðgarðsvörður í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Frétt mbl.is

Fyrri greinRæktuðu kannabis í haughúsi
Næsta greinÁtján ára stúlka ölvuð undir stýri