Sjö fíkniefnamál til rannsóknar – fimm þjófnaðir kærðir

Um helgina og í síðustu viku komu sjö fíkniefnamál til rannsóknar hjá lögreglunni á Selfossi.

Í öllum tilvikum fundust kannabisefni, mismikið magn á hverjum stað en allt minni háttar.

Þá voru fimm þjófnaðir kærðir til lögreglu í vikunni. Um 200 lítrum af litaðri olíu var stolið af jarðýtu við námu í Ingólfsfjalli og spjaldtölvu var stolið í Tölvulistanum á Selfossi. Þá hvarf verðmæt úlpa úr heimahúsi þar sem ungt fólk var saman komið í veislu.

Fyrri greinFSu í basli með Augnablik
Næsta greinRifrildi lauk með kjaftshöggi