Sjö ferðamenn á hraðferð

Lögreglan á Mýrdalssandi. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Jóhanna S. Hannesdóttir

Lögreglan á Suðurlandi kærði 39 ökumenn fyrir að aka of hratt í umdæminu í liðinni viku.

Af þeim voru 25 á svæðinu í kring um Vík og Kirkjubæjarklaustur og þar var jafnframt sá sem hraðast ók en bifreið hans mældist á 148 km/klst hraða. Um var að ræða erlendan ferðamann sem gekkst við broti sínu, greiddi sekt sína og var sviptur ökurétti í einn mánuð. Sex aðrir ferðamenn reyndust aka of hratt en í öðrum brotum var um að ræða íslenska ökumenn.

Tveir ökumenn reyndust vera að aka sviptir ökurétti. Tveir aðrir höfðu aldrei öðlast ökuréttindi og einn til viðbótar var með útrunnin réttindi til stjórnar stórrar bifreiðar sem hann ók.

Fyrri greinGrímuskylda tekin upp í ML
Næsta greinAuglýst eftir framkvæmdastjóra í Skálholti