Sjö vilja reka mjólkuriðnaðarsafn

Sjö umsóknir bárust bæjaryfirvöldum í Árborg vegna reksturs fyrirhugaðs mjólkuriðnaðarsafns á Selfossi. Stefnt er að opnun safnsins að Eyravegi 3 í maí á næsta ári.

Sveitarfélagið Árborg og MS auglýstu nýverið eftir áhugasömum aðilum til að annast rekstur á slíku safni ásamt upplýsingamiðstöð sem verður í sama húsi og safnið.

Umsóknirnar voru kynntar bæjarráði í síðustu viku. Í framhaldinu mun bæjarráð í samráði við MS fara yfir umsóknirnar og ræða við umsækjendur á næstu dögum.

Fyrri greinKnapar láti ljós sitt skína
Næsta greinEkki vera á ferðinni að óþörfu