Sjálfbæra heimilið í Sesseljuhúsi

Sýningin „Sjálfbæra heimilið“ opnar í Sesseljuhúsi á Sólheimum laugardaginn 6. júní kl. 14:00 en sýningin er hluti af Menningarveislu Sólheima á 85 ára afmælisári.

Sýningin er unnin í samstarfi við Náttúran.is en hönnun á veggjum Hússins er eftir Guðrúnu Tryggvadóttur og Signýju Kolbeinsdóttur og eru úr Húsinu og umhverfinu*, vef- og appi Náttúran.is. Hugmyndavinna, textagerð og hönnun sýningarinnar var samstarfsverkefni starfsmanna og starfsnema Sesseljuhúss; Herdísar Friðriksdóttur, Axels Benediktssonar og Małgorzata Lisowska. Nemar á vegum CELL* Teddy Jones, Charlotte Kuliak, og Savanna Richter unnu að upplýsingaöflun og textagerð. Smíði var í höndum Lárusar Sigurðssonar og Christelle Bimier. Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur er færðar sérstakar þakkir fyrir innblástur.

Upplýsingar sem fram koma á sýningunni eru fengnar víða. Stuðst var við bækurnar Vakandi Veröld eftir þær Margréti Marteinsdóttur og Rakel Guðnadóttur, og Verum Græn – Ferðalag í átt að sjálfbærni eftir þær Ásthildi Björgu Jónsdóttur, Ellen Gunnarsdóttur og Gunndísi Ýr Finnbogadóttur. Stuðst var við upplýsingar frá Umhverfisstofnun SORPU, Orku náttúrunnar, Náttúran.is og Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið styrkti gerð sýningarinnar.

Fyrri greinFræðslunetið hlýtur tvo Evrópustyrki
Næsta greinKristinn með silfur um hálsinn