Sjafnarblóm til sölu

Blóma- og gjafavöruverslunin Sjafnarblóm á Selfossi hefur verið auglýst til sölu.

Sjafnarblóm hefur verið rekið við Austurveginn í tvo áratugi, fyrst af Sjöfn Halldórsdóttur í tíu ár og svo sl. tíu ár af þeim Kolbrúnu Markúsdóttur og Ásdísi Halldórsdóttur.

„Það eru margir hissa og margir koma og spyrja okkur, þetta kemur kannski mörgum á óvart,“ segir Kolbrún. Hún segir þær stöllurnar hafa upprunalega ætlað sér að vera í rekstrinum í tíu ár og þau séu nú liðin. „Nú langar mann orðið að skipta um vettvang,“ segir Kolbrún.

Verslunin Sjafnarblóm er í þekktu húsnæði í Gamla bankanum við þjóðveginn, en þar er rekin bæði gjafavöruverslun og blómabúð á tveimur hæðum undir merkjum Sjafnarblóma.

Fyrri greinJón Daði skoraði bikarmark
Næsta greinOpinn súpufundur á Sólheimum