Sjáðu snjóinn á Selfossi!

Aron Bragason slær niður snjóhengju. Ljósmynd/Bragi Sverrisson

Selfyssingar hafa nú flestir náð að moka sig út úr húsum sínum og eru jafnvel farnir að huga að því að moka upp bílana sína úr innkeyrslunum. Það dugar þó skammt í flestum tilvikum þar sem hreinsun á götum er ekki langt komin og enn ófært í mörgum hverfum.

Hvergi á landinu snjóaði eins mikið í nótt og á Selfossi og einfaldast er að láta myndirnar frá lesendum okkar tala sínu máli.

Snjóhengjurnar eru vígalegar víða! Ljósmynd/Björgvin Magnússon
Það mun taka dágóða stund að moka þennan bíl upp. Ljósmynd/Guðmundur Pálsson
Árvegurinn var fær stórum jeppum í morgun. Ljósmynd/Örn Óskarsson
Húseigendur eru hvattir til að moka frá ruslatunnum – í það minnsta. Ljósmynd/Helga R. Einarsdóttir
Það er vel hægt að halda gott snjó-þemapartí á þessum sólpalli. Ljósmynd/Inga Hrönn Sigurðardóttir
Það verður líklega ekki grillað á þessu grilli í kvöld. Líklega ekki. Ljósmynd/Helga Guðmundsdóttir
Jólasveininn mætti með jólaköttinn í nótt. Ljósmynd/Otri Smárason
Sumir eru bara sáttir við þetta. Ljósmynd/Otri Smárason
Snjóþungt í Lóurimanum. Ljósmynd/Óli Kristján Ármannsson
Undir þessu fargi er geymd bifreið. Ljósmynd/Óli Kristján Ármannsson
Það er fallegt í Hjarðarholtinu. Ljósmynd/Halldór Grétarsson
Skyggni ágætt! Ljósmynd/Sigurður Bjarnason
Það er aldeilis jólalegt í Ártúninu! Ljósmynd/Arndís Ásta Gestsdóttir
Búin að moka okkur út, þá er bara að finna Tesluna. Ljósmynd/Sóley Hólmarsdóttir
Sextíu sentimetra snjódýpt á Skólavöllunum. Ljósmynd/Magnús Jóhannsson
Fyrri greinMesti snjórinn á Selfossi
Næsta greinHeiðin og Þrengslin lokuð til morguns