Sjáðu lægðina í beinni

Veðurstofan hefur gefið út rauða viðvörun á Suðurlandi sem gildir frá kl. 5 í fyrramálið fram að hádegi. Á undan og eftir eru gular og appelsínugular viðvaranir í gildi.

Búist er við austan roki eða ofsaveðri eða jafnvel fárviðri, 28-35 m/sek. Búast má við hættulegum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 55 m/s, einkum undir Eyjafjöllum, við Ingólfsfjall og á heiðum. Snjókoma með köflum og mikill skafrenningur líklegur. Hætta er á foktjóni og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi.

Hér fyrir neðan má sjá lægðina í beinni.