Sitthvor milljónin á Selfoss og Flúðir

Dregið hefur verið í Jólaleik Getspár 2016 en alls voru dregnir út þrjátíu einnar milljón króna vinningar. Vinningar komu á miða á Selfossi og á Flúðum.

Sextán miðar eru í áskrift og hefur verið haft samband við eigendur þeirra. Þrír miðar voru keyptir á lotto.is og hafa eigendur þeirra einnig verið látnir vita.

Ellefu miðar voru keyptir á sölustöðum víðsvegar um landið og er listinn yfir númer miðanna og sölustaði hér að neðan:

Jólaleiksnúmer Sölustaður

103803 N1, Selfossi

106646 Happahúsið, Kringlunni, Reykjavík

147031 10-11 Suðurfelli, Reykjavík

147262 N1 Stórahjalla Kópavogi

243045 Samkaup Strax Flúðum

340140 N1 Lækjargötu, Hafnarfirði

360977 Olís, Norðlingaholti, Reykjavík

374319 Hamraborg, Ísafirði

376064 N1, Borgarnesi

393381 N1, Skógarseli, Reykjavík

394635 Happahúsið, Kringlunni, Reykjavík