Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Rangárvallasýslu voru kallaðir út um klukkan hálf sex í dag eftir að eldur kviknaði í sinu skammt frá Landvegamótum.
Upptökin voru í sláttutraktor og frá honum barst eldurinn í gróður á svæðinu.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi brunnu um 500 fermetrar en slökkvistarf gekk vel og var lokið rúmri klukkustund eftir að útkallið barst.
Um tuttugu slökkviliðsmenn klöppuðu eldinn niður ásamt lögreglumönnum sem voru á svæðinu.