Sinueldur í Selvogi

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Liðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Þorlákshöfn slökktu í dag sinueld sem kviknaði austan við Hlíðarvatn í Selvogi.

Útkallið barst laust eftir klukkan tvö í dag. Að sögn Bjarna Ingimarssonar, varðstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu, gekk slökkvistarfið vel en tæpur hektari af gróðri brann. 

Bruninn var á opnu svæði og útbreiðsla eldsins var hæg þannig að slökkviliðsmenn áttu ekki í vandræðum með að ráða niðurlögum hans.

Fyrri greinHamar-Þór gaf eftir í lokin
Næsta greinGestirnir yfir allan tímann