Sinueldur í dýragrafreit

Síðastliðinn mánudagsmorgun kl. 7:00 fengu Brunavarnir Árnessýslu tilkynningu frá Neyðarlínunni um að eldur væri í sinu við vegkantinn hjá Alviðru í Ölfusi.

Slökkviliðsmenn á Selfossi brugðust hratt við og náðu að slökkva sinuna á stuttum tíma.

Um er að ræða svæði þar sem gæludýraeigendum er gefin kostur á að jarðsetja dýrin sín. Að öllum líkindum hefur eldur kviknað vegna kertaskreytingar við eitt leiðið.

Síðar sama dag kviknaði eldur í sinu við Þórisstaði í Grímsnesi og fór slökkviliðið í Reykholti á staðinn og á þriðjudagskvöldið kviknaði eldur í sinu í Keflavík, vestan við Þorlákshöfn og fóru slökkviliðsmenn í Þorlákshöfn á vettvang og slökktu eldinn.

Á heimasíðu BÁ segir Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri, ástæðu til að fara sérstaklega varlega með eld í náttúrunni þessa daga þar sem mjög þurrviðrasamt er.

Fyrri greinÞrjú bæjarfjöll í Bláskógabyggð
Næsta greinHafna lokun slökkvistöðvarinnar í Reykholti