Sinueldur 200 metra frá slökkvistöðinni

Útkallssvæði Brunavarna Árnessýslu er mjög víðfemt og oft þarf að ferðast langan veg að eldstað. Sú var ekki raunin í dag þegar tilkynning um eld í sinu barst á slökkvistöðina á Selfossi, en vettvangurinn var aðeins tæpa 200 metra frá stöðinni.

Slökkvistarf gekk fljótt og vel fyrir sig enda ekki um stórt svæði að ræða.

Nú er gróður allsstaðar mjög þurr og benda Brunavarnir Árnessýslu fólki á að fara varlega með eld.

Fyrri greinSelfossi spáð 6. sæti
Næsta greinJón Daði í EM hópnum – Viðar varð eftir heima