Sinubruni í Grímsnesi

Slökkviliðin á Selfossi og í Biskupstungum slökktu nú undir kvöld sinueld í landi Þórisstaða í Grímsnesi.

Eldurinn kviknaði í sumarbústaðalandi en húsráðendur voru að brenna rusl og þrátt fyrir að hafa bleytt vel í kringum eldinn þá hljóp neisti í sinu svo af varð bál.

Svæðið sem brann var ekki stórt en í því var mikill mosi og því tók slökkvistarf nokkra stund.