Sinubruni í Þykkvabænum

Sina brennur nú í beitilandi ofan við Þykkvabæ og sést reykurinn víða að. Lögreglan á Hvolsvelli segir enga hættu stafa af eldinum og að óbreyttu verði slökkviliðið ekki sent á staðinn.

Lögregla telur að þarna séu bændur að brenna sinu án þess að hafa til þess leyfi og verði það mál skoðað. Slökkviliðið var sett í viðbragðsstöðu en ekki er talin ástæða til að slökkva eldinn.