Sina brann við Geysi

Brunavarnir Árnessýslu fékk tvö útköll í dag vegna sinubruna í uppsveitum sýslunnar.

Í fyrra tilvikinu brann sina á litlu svæði við Geysi í Haukadal og fór slökkvilið Biskupstungna á vettvang.

Þá var tilkynnt um sinubruna að Hæli í Gnúpverjahreppi en heimamönnum tókst að slökkva hann þannig að slökkviliðinu var snúið við.