Síminn styrkir 4G sambandið á Suðurlandi

Hella og Hvolsvöllur eru meðal sjö nýrra staða þar sem Síminn hefur sett upp 4G samband fyrir farsíma. 4G kerfi Símans nær nú til 85% landsmanna.

„Þegar við hófum 4G uppbygginguna var hlutfall viðskiptavina með 4G símtæki ansi lágt. Nú er hins vegar svo komið að rétt yfir 40% þeirra eiga slík snjalltæki og njóta hraðans bæði á 3G og á 4G kerfinu,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.

Fyrri greinFastur í Smjörgili
Næsta greinNýliðastarf BFÁ að hefjast