Símenntun og miðlun háskólanáms í sókn

Fræðslunet Suðurlands og Háskólafélag Suðurlands hafa auglýst sameiginlega eftir starfsmanni eða starfsmönnum til starfa í Vík og á Kirkjubæjarklaustri.

Um er að ræða starf sem fjármagnað er af Sóknaráætlun Suðurlands og er ætlað að efla þjónustu og starfsemi í Vestur-Skaftafellssýslu á sviði framhaldsfræðslu og símenntunar og miðlunar háskólanáms. Starfið felur m.a. í sér að greina menntunarþarfir íbúanna, greiða fyrir hvers kyns námskeiðahaldi og hvetja íbúana til náms.

Um fullt starf er að ræða en gert er ráð fyrir starfsstöð bæði í Vík og á Kirkjubæjarklaustri og kemur því til greina að ráða tvo starfsmenn í hlutastarf. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði til a.m.k. þriggja ára.

Fyrri greinFjórlembingar í Landbrotinu
Næsta greinFyrsta námskeiðið fyrir fatlaða á Hvolsvelli