Símaskránni dreift til íbúa á Suðurlandi

Ný símaskrá fyrir 2012/2013 kom út í vikunni. Símaskráin er 1584 blaðsíður, í einu bindi og er prentuð í 140.000 eintökum.

Íbúar á Suðurlandi geta nálgast nýju símaskrána í afgreiðslu Póstsins við Austurveg 26 Selfossi, Sunnumörk 2-4 Hveragerði, Hafnarberg 1 Þorlákshöfn, Dalbraut 8 Laugarvatni, Þrúðvang Hellu og Austurveg 4A Hvolsvelli. Þangað má einnig skila gömlum símaskrám til endurvinnslu.

Símaskráin í ár er helguð sviðslistum og tók Frú Vigdís Finnbogadóttir við fyrsta eintakinu af skránni við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu sl. þriðjudag.