Símakostnaður Árborgar lækkar um 40%

Á dögunum var undirritaður samningur við Símann sem tryggir Sveitarfélaginu Árborg og Selfossveitum allt að 40% lækkun á símakostnaði.

Undanfarið hefur tölvudeild Árborgar gert verðsamanburð á gjaldskrá fyrir símaþjónustu hjá sveitarfélaginu og Selfossveitum. Í framhaldi af þeirri vinnu var skoðaður kostnaður á núverandi gjaldskrá með það að markmiði að lækka kostnað.

Að þeirri vinnu genginni var undirritaður uppfærður samningur við Símann en samkvæmt tilkynningu frá tölvudeildinni mun þessi samningur skila Sveitafélaginu Árborg og Selfossveitum allt að 40% lækkun á kostnaði við símaþjónustu.

Einnig var gengið frá því að starfsfólk Árborgar fengi aðgang að bestu hugsanlegu kjörum sem Síminn býður.

Fyrri greinRáðstefnugestir Erasmus+ fengu kynningu á skólamálum
Næsta greinListastund á fullveldisdaginn