Sigursveinn verður skólameistari á komandi vetri

Sigursveinn Sigurðsson verður starfandi skólameistari við Fjölbrautaskóla Suðurlands skólaárið 2018-2019 í fjarveru Olgu Lísu Garðarsdóttur, sem er í námsleyfi.

Sigursveinn hefur starfað við FSu frá árinu 2006. Hann hefur kennt spænsku auk þess að vera sviðsstjóri tungumála og félagsgreina.

Hann hefur, auk spænskunáms, lokið M.Ed. námi frá St. Francis Xavier University í Kanada. Þá hefur hann stundað nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.

Sigursveinn á ekki langt að sækja stjórnunarhæfileikana en hann er sonur Sigurðar Sigursveinssonar sem var skólameistari FSu á árunum 1994 til 2008.

Fyrri greinSellerísafi
Næsta greinSamgönguráðherra ræsir stærstu hjólreiðakeppni landsins