Sigurgeir sæmdur fálkaorðu

Sigurgeir Guðmundsson, skólastjóri á Hellu og formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.

Orðuna fær Sigurgeir fyrir fyrir forystu á sviði björgunar og almannavarna.

Forseti Íslands sæmdi ellefu aðra einstaklinga fálkaorðu í dag við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.